Breytingarnar fela í sér að viðskiptavinir verða nú beðnir um innskráningu með rafrænum skilríkjum ef þeir hyggjast taka út hærri fjárhæð en 150 þúsund krónur. Að sama skapi opnar rafræn innskráning fyrir allar aðgerðir hraðbankans, en áfram verður hægt að taka út allt að 150 þúsund krónur sé aðeins stuðst við kredit- eða debitkort.
Innskráning með rafrænum skilríkjum er öruggari en hið hefðbunda fjöggura tölustafa PIN kortanna, en margar viðkvæmar upplýsingar eru aðgengilegar í hraðbönkum. Eftir breytinguna verður því hægt að gera eftirfarandi í hraðbönkunum Íslandsbanka:
Innskráning með kredit- og debetkortum
Úttekt allt að 150 þúsund kr.
Innskráning með rafrænum skilríkjum
Úttekt allt að 500.000
- Leggja inn seðla (hámark 200 seðla í einu )
- Greiða eigin reikninga
- Millifæra allt að 1.000.000
- Skoða stöðu reikninga
- GSM áfylling
Nánari upplýsingar um staðsetningu og aðgerðir hraðbanka má nálgast hér.