Mundu að ef það er of gott til að vera satt er það sennilega of gott til að vera satt. Ef þú sérð dýra merkjavöru á 80% afslætti þá ættir þú að hugsa þig tvisvar um áður en þú teygir þig í veskið.
Hér eru nokkur atriði sem gott er að vera meðvitaður um þegar kemur að því að versla á netinu
- Skoðaðu seljendur vel og lestu umsagnir.
- Þegar verslanir eru með gjafaleiki á samfélagsmiðlum biðja þau aldrei um kortanúmer eða mynd af greiðslukortum.
- Því meira samræmi sem er á milli samfélagsmiðla og vefsíðu fyrirtækisins, því betra.
- Ekki skrá þig inn með rafrænum skilríkjum nema að þú hafir ætlað að skrá þig inn.
- Kveiktu á tveggja þátta auðkenningu (Two-Factor-Authentication) þar sem það er í boði til að auka öryggi.
- Opnaðu ekki grunsamlega tengla, hlekki eða viðhengi, jafnvel þó þau séu frá þekktum aðilum.
- Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú gefur upp kortanúmer, öryggiskóða eða auðkennisþætti.
- Ef vafi liggur á um hvað þú varst að samþykkja þá getur þú alltaf flett upp notkun rafrænna skilríkja þinna á þínum síðum Auðkennis.
- Ef þú samþykktir auðkenningu hjá Íslandsbanka með rafrænum skilríkjum í kjölfar svika þá skaltu frysta greiðslukortin þín í Íslandsbankaappinu og velja að útskrá öll innskráð tæki og hringja strax í 440-4000 fyrir næstu skref.
- Póstflutningsfyrirtæki biðja aldrei um kortaupplýsingar fyrir greiðslu á sendingargjaldi með SMS skilaboði eða tölvupósti. Ef einhver vafi er, hafðu samband við umrætt fyrirtæki.
- Við kaup á netinu berst staðfestingargluggi með helstu upplýsingum um færslu. Áður en færsla er staðfest er mikilvægt að fullvissa sig um að upplýsingar sem birtast séu réttar og að söluaðili, fjárhæð og gjaldmiðill sé réttur áður en kaup eru samþykkt með rafrænum skilríkjum.
Hvað á ég að gera ef ég lendi í netsviki?
- Ef þú hefur glatað kortinu þínu eða hefur grun um óheimilar færslur á kortinu hafðu samband við ráðgjafaver Íslandsbanka í síma 440 4000, sem er opið í síma frá klukkan 9-16 og netspjalli frá 9-16 alla virka daga.
- Utan opnunartíma er hægt að hafa samband við neyðarþjónustu Íslandsbanka í síma 440 4000 sem er opinn allan sólahringinn fyrir neyðartilfelli.
- Þú getur fryst kortið í Íslandsbankaappinu ef grunur er á að kortaupplýsingar þínar hafa komist í rangar hendur.