Útibúum Íslandsbanka hefur verið lokað vegna þeirra tímabundnu erfiðleika sem steðja að vegna COVID-19. Frá og með miðvikudeginum 25.mars verða útibú bankans lokuð nema í brýnni nauðsyn og eru viðskiptavinir beðnir um að nýta sér stafrænar lausnir fyrir alla helstu bankaþjónustu.
Viðskiptavinir geta bókað tíma í ráðgjöf á vef Íslandsbanka þegar þeim hentar. Einnig er hægt að nýta sér netspjall bankans eða hafa samband í 440-4000.
Ráðgjafaver bankans verður opið lengur dagana 30. mars til 3. apríl eða frá kl.9-18.
- Yfirlit yfir stafrænar þjónustuleiðir Íslandsbanka
- Bókaðu tíma í símaráðgjöf
- Opnaðu öruggt netspjall
- Hringdu í okkur í síma 440-4000. Forsvarsmönnum fyrirtækja er bent á að hafa beint samband við sína tengiliði innan bankans.
- Sendu okkur fyrirspurn
- Fyrirtæki nálgast upplýsingar hér
Við vonumst til að geta opnað útibúin fljótt en viljum með þessu vernda bæði starfsfólk og viðskiptavini í þessu sameiginlega verkefni okkar allra.