Svona komst ég til áhrifa

Íslandsbanki býður til opins fundar þar sem áhrifamiklar konur segja frá árangri sínum og áskorunum. Þetta er í fimmta sinn sem Íslandsbanki heldur fund um jafnréttismál en fyrsti fundurinn var undir heitinu „Ljónin í veginum“ og hafa yfir 1.500 mann hafa sótt fundina.

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra og yngsta konan til að taka við embætti ráðherra, verður með framsögu ásamt Birnu Einarsdóttur, bankastjóra Íslandsbanka, sem hefur verið við stjórnvölinn frá árinu 2008 og var lengst af eini kvenbankastjóri landsins.

Í kjölfarið verða umræður þar sem þátttakendur verða::

  • Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra
  • Ásmundur Tryggvason, framkvæmdastjóri Fyrirtækja og fjárfesta hjá Íslandsbanka
  • Silja Hauksdóttir, leikstjóri
  • Steinunn Gestsdóttir, aðstoðarrektor kennslumála og þróunar hjá Háskóla Íslands

Edda Hermannsdóttir, markaðs- og samskiptastjóri Íslandsbanka mun stýra fundinum.

Fundurinn verður haldinn á hótel Hilton Reykjavík Nordica þriðjudaginn 12. nóvember kl. 17:00.

Viðburður

17:00-18:15

Hilton Reykjavík Nordica