Staðan á íbúðamarkaði

Á þessum opna fræðslufundi í höfuðstöðvum Íslandsbanka verður rætt um helstu vendingar á íbúðamarkaðnum og hvað mikilvægast er að hafa í huga í umhverfi sem þessu. Meðal þess sem verður til umfjöllunar má nefna:

  • Hvernig lítur íbúðamarkaðurinn út þessa stundina?
  • Hverjar eru horfurnar á næstunni?
  • Hvernig er hægt að eignast íbúð í dag?
  • Hvaða íbúðalán eru í boði?

Erindi flytja þær Bergþóra Baldursdóttir, hagfræðingur í Greiningu Íslandsbanka, og Linda Kristinsdóttir, sérfræðingur í lánastýringu hjá Íslandsbanka.

Fundurinn fer fram í útibúinu í höfuðstöðvum Íslandsbanka við Smáralind og verður boðið upp á kaffiveitingar.

Viðburður

17:30 - 18:30

Útibúið í höfuðstöðvum Íslandsbanka í Norðurturni

Þessi viðburður er liðinn