Frumkvöðlar og nýsköpun

Íslandsbanki býður upp á áhugaverðan fund um frumkvöðla og nýsköpun. Á fundinum verður meðal annars kynnt ný skýrsla Reykjavík Economics um frumkvöðlavirkni fyrirtækja og hvaða aðgerðir og leiðir geta skapað umgjörð fyrir frekari árangur á sviði nýsköpunar á Íslandi. Í lok fundar verða afhentir níu styrkir úr Frumkvöðlasjóði Íslandsbanka alls að fjárhæð 30 milljónir króna.

Dagskrá:

  • Una Steinsdóttir, framkvæmdastjóri Viðskiptabankasviðs Íslandsbanka, opnar fundinn.
  • Magnús Árni Skúlason, hagfræðingur hjá Reykjavík Economics kynnir nýja skýrslu um frumkvöðla.
  • Agnes Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri Bruggsmiðjunnar Kalda, segir frá sínum sigrum og áskorunum sem frumkvöðull.
  • Afhending styrkja úr Frumkvöðlasjóði Íslandsbanka.

Fundurinn fer fram á 9. hæð í höfuðstöðvum Íslandsbanka í Norðurturni, Kópavogi og verður boðið upp á léttar veitingar.

Viðburður

08:30-10:00

Höfuðstöðvum Íslandsbanka í Norðurturni, 9. hæð

Þessi viðburður er liðinn