
Jólin í Krakkabankanum
Við bjóðum litlum og stórum í notalega jólastund í Krakkabankanum. Boðið verður upp á kókómjólk, piparkökur og mandarínur - hver veit nema sjálfur jólasveinninn líti við með litlar gjafir.
Dagskrá
- Georg og Freddi taka vel á móti öllum
- Tulipop les upp úr bókum sínum
- Leikhópurinn Lotta mætir á svæðið
- Jólasveinar syngja nokkur lög
Frítt er inn á viðburðinn og eru öll velkomin á meðan húsrúm leyfir.
Engin bankaþjónusta verður í útibúinu á meðan á viðburðinum stendur, en hraðbankaráðgjafar verða viðskiptavinum innan handar.
Hlökkum til að sjá ykkur í Krakkabankanum!