Hvernig er best að byrja?

Hvernig lítur markaðurinn út, hvar liggja tækifærin og hvernig fæ ég yfirsýn yfir fjármálin?

Þetta er meðal þess sem verður rætt á fundi Íslandsbanka um markaðinn, fjárfestingar, fjárhagslega heilsu.

Edda Hermannsdóttir, markaðs- og samskiptastjóri Íslandsbanka, opnar fundinn og í kjölfarið fáum við þrjú áhugaverð erindi.

  • Bergþóra Baldursdóttir, hagfræðingur hjá Íslandsbanka, fer yfir nýja þjóðhagsspá fyrir árin 2024 – 2026.
  • Vignir Þór Sverrisson, fjárfestingarstjóri hjá Íslandssjóðum, fer yfir fjárfestingarumhverfið og hvar tækifærin liggja.
  • Georg Lúðvíksson, stofnandi Meniga og sérfræðingur í heimilisfjármálum, flytur erindi um fjármálahegðun og fjárhagslegt öryggi.

Í framhaldi verða umræður þar sem markaðurinn og fjárhagsleg heilsa verða rædd áfram, þátttakendur verða:

  • Heiðar Guðjónsson, hagfræðingur og fjárfestir
  • Hrefna Björk Sverrisdóttir, höfundur bókarinnar Viltu finna milljón?
  • Kristín Hrönn Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Fyrirtækja og fjárfesta hjá Íslandsbanka

Kristín Hildur Ragnarsdóttir, fræðslustjóri Íslandsbanka, stýrir pallborðsumræðum.

Boðið verður upp á léttar veitingar á fundinum.

Samhliða fundinum setjum við Fræðslubankann í loftið sem hefur það að markmiði að bjóða upp á aðgengilega og áhugaverða fræðslu um fjármál, fjárfestingar og fjárhagslega heilsu.

Viðburður

17:30-19:00

Iðnó • Vonarstræti 3, 101 Reykjavík

Þessi viðburður er liðinn