
Hvað á að gera við fermingarpeninginn?
Hvernig byrjar maður að spara? Hvernig eignast ég pening fyrir íbúð? Hvernig eignast ég pening til að geta ferðast? Á þessum fræðslufundi verður farið með einföldum hætti yfir helstu leiðirnar til að spara pening og fermingarbörn fá góð ráð fyrir framtíðina.
Erindi flytja Kristín Hildur Ragnarsdóttir, fræðslustjóri Íslandsbanka og Bjarki Ragnar Sturlaugsson, verðbréfamiðlari hjá Íslandsbanka.
Fundurinn fer fram í höfuðstöðvum Íslandsbanka í Norðurturni. Boðið verður upp á grillaða hamborgara og nammibar á meðan á fundinum stendur.
Forráðamenn barna eru velkomin og ekki er þörf að skrá börnin sérstaklega á fundinn.