Grill og verðbólguspjall
Markaðurinn verður skoðaður í tengslum við nýútgefna stýrivaxtaákvörðun og verðbólgutölur. Hvernig lítur markaðurinn út? Hvernig er best að ráðstafa sparifé sínu í slíku umhverfi? Hvar liggja tækifærin?
Erindi halda þær Bergþóra Baldursdóttir, hagfræðingur hjá Íslandsbanka og Kristín Hildur Ragnarsdóttir, fræðslustjóri Íslandsbanka. Boðið verður upp á ljúffengar veitingar í góðum félagsskap. Viðburðurinn verður haldinn á 3. hæð í höfuðstöðvum Íslandsbanka við Smáralind.
Hlökkum til að sjá ykkur!