Hvað viltu vita? Góð ráð í netöryggi fyrir sumarið

Hvað þarf ég að hafa í huga með netöryggi í sumarfríinu? Hvaða góðar venjur og ráð er gott að hafa í huga á ferðalögum í sumarfríinu?

Á þessum fræðslufundi verður farið yfir nokkur mikilvæg atriði í netöryggi:

  • Algengustu svikin og hvernig hægt er að bera kennsl á þau
  • Svik sem gerast í gegnum netið líkt og leiguíbúðarsvik, póstsendingarsvik, sviksamlegar netverslanir og fleira
  • Svik sem gerast á staðnum líkt og hraðbankasvik, vasaþjófnaður og ofrukkanir
  • Hvað þú átt að gera ef þú lendir í svikum

Erindi flytur Eva Valdís Jóhönnudóttir, reyndur sérfræðingur á svikavakt Íslandsbanka. Fundurinn fer fram á Teams og hægt að nálgast hlekk á fundinn hér.

Viðburður

17:00 - 17:30

Veffundur á Teams

Þessi viðburður er liðinn