Fjármál við starfslok - örfundur
Undanfarinn áratug hefur Íslandsbanki haldið hátt í 300 fræðslufundi um lífeyrismál og fjármál við starfslok. Á þeim fundum hefur fjöldi spurninga verið borinn upp og verða þær í forgrunni á þessum sérstaka hádegisfundi.
Er skynsamlegt að hefja greiðslur úr lífeyrissjóði samhliða fullri vinnu? Hvaða áhrif hefur sala sumarbústaðar eða úttekt séreignarsparnaðar á greiðslur Tryggingastofnunar? Í hvaða tilfellum ætti fólk að skipta lífeyrinum sínum með maka?
Þetta er meðal þess sem rætt verður á fundinum sem haldinn verður á vefnum og fá skráðir þátttakendur sendan hlekk þegar nær dregur.
Fundurinn stendur frá kl. 12:00 - 12:45 og býðst gestum að senda fyrirlesara spurningar sem svarað verður í lok fundar.