
FRESTAÐ - Fjármál við starfslok
FRESTAÐ! Við neyðumst til að fresta fundinum um óákveðinn tíma. Við munum senda nýja dagsetningu um leið og hún liggur fyrir.
----------
Hvernig á að huga að fjármálum á efri árunum og hvaða atriði eru mikilvæg við undirbúning starfsloka?
Á þessum fræðslufundi verður farið yfir mikilvæg atriði við undirbúning starfsloka til að stuðla að góðri fjárhagslegri heilsu. Meðal þess sem rætt verður á fundinum er:
- Hvenær og hvernig er best að sækja lífeyri og séreignarsparnað
- Skattamál
- Skiptingu lífeyris með maka
- Greiðslur og skerðingar
- Netsvik
Erindi flytja Lilja Lind Pálsdóttir, lífeyrisráðgjafi hjá Íslandsbanka og Haraldur Gunnarsson, viðskiptastjóri fyrirtækja og fjárfesta hjá Íslandsbanka.
Fundurinn fer fram á 4. hæð í sal Stjórnsýsluhússins á Ísafirði. Boðið verður upp á léttar veitingar meðan á fundinum stendur.