
Hvað viltu vita? Fjármál í fæðingarorlofi
Hvernig eigum við að snúa okkur með fjármálin í fæðingarorlofi? Hvað er gott að hafa í huga þegar verið er að skipuleggja fæðingarorlofið? Þegar von er á barni er mikilvægt að vita hvernig tekjurnar verða í fæðingarorlofinu. Á þessum gagnlega fræðslufundi verður farið yfir mikilvæg atriði á borð við:
- Greiðslur frá Fæðingarorlofssjóði
- Skilyrði og umsókn um fæðingarorlof
- Réttindi foreldra og tímalengd fæðingarorlofs
- Greiðslur í lífeyrissjóð í fæðingarorlofi
- Kostnaður við dagforeldra
- Fæðingarstyrkir
Erindi flytja Bergþóra Baldursdóttir, hagfræðingur hjá Íslandsbanka og Denis Cardaklija, fræðslustjóri Íslandsbanka.
Fundurinn fer fram á Teams og hægt að nálgast hlekk á fundinn hér.