
Fjármál húsfélaga
Við viljum bjóða þér til morgunfundar um fjármál húsfélaga í samstarfi við Húseigendafélagið, fimmtudaginn 31. október kl 9:00-10:00.
Dagskrá fundarins:
Húsfélagaþjónusta Íslandsbanka - Ólöf Gísladóttir, ráðgjafi fyrirtækja hjá Íslandsbanka.
Farið verður yfir þá þjónustu sem er til staðar í netbanka, hvað ber að hafa í huga við gerð ársuppgjörs og hvaða þjónustu bankinn býður húsfélögum.
Lög og reglur húsfélaga - Jónína Þórdís Karlsdóttir og Tinna Andrésdóttir , lögfræðingar hjá Húseigandafélaginu.
Farið verður yfir þau lög og reglur sem gilda um fjármál og fjárhag húsfélaga og ákvarðanatöku.
Marteinn Már Guðgeirsson, forstöðumaður hjá Íslandsbanka, opnar fundinn og stýrir umræðum.