Stærsta litla býlið

Íslandsbanki ætlar að vera hreyfiafl til góðra verka í íslensku samfélagi og hluti af þeirri vegferð er að vekja athygli á Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun.

Íslandsbanki og UNRIC, Upplýsingaskrifstofa Sameinuðu þjóðanna í Brussel og Félag Sameinuðu þjóðanna standa í sameiningu að sýningu tveggja mynda (Stóra súkkulaðimálið og Stærsta litla býlið) og umræðum á eftir sem fjalla hver með sínum hætti um málefni sem rúmast innan Heimsmarkmiðanna.

Bandaríska myndinStærsta litla býlið (The Biggest Little farm) segir sögu John og Moly Chester en þau ákváðu að snúa baki við borgarlífi og hefja sjálfbæran búskap. En það reyndist hægara sagt en gert að lifa í samræmi við hugsjónir og í sátt og samlyndi við náttúruna og hverri ákvörðun fylgdi ný áskorun. Í Stærsta litla býlinu er brugðið upp nærmynd af lífkeðjunni og hún sýnd í nýju ljósi og spillir ekki fyrir frábær myndataka. Hani, hundur og svín verða vinir áhorfandans sem nagar á sér neglurnar þegar refir sitja um búið og kindurnar eru í hættu. 

Frítt er inn á sýninguna en nauðsynlegt að skrá sig ( ATH! ekki er nauðsynlegt að skrá kennitölu við skráningu). Eftir sýningu verða umræður þar sem taka þátt:

  • Auður Önnu Magnúsdóttir framkvæmdastjóri Landverndar
  • Kristján Oddsson sjálfbær bóndi
  • Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir hjá Sprettu
  • Rakel Garðarsdóttir hjá Verandi

Viðburður

20:00-22:30
Norðurturn 9.hæð

Bíó Paradís

Þessi viðburður er liðinn

Stærsta litla býlið


Stikla úr myndinni