Greiðsluþjónusta

Útgjöld heimila geta verið mjög mismunandi á milli mánaða. Greiðsluþjónusta jafnar þessar sveiflur í útgjöldum heimila.

Kostir greiðsluþjónustu

  • Tekjur og útgjöld næstu 12 mánaða eru áætluð og þeim deilt niður í 12 jafnar mánaðargreiðslur.

  • Betri sýn yfir fjármálin í yfirliti greiðsluþjónustu í netbanka.

  • Útgjaldasveiflur eru úr sögunni.

  • Auðvelt að sjá ráðstöfunartekjur hvers mánaðar.

  • Stórir útgjaldamánuðir koma ekki á óvart.

  • Alltaf mögulegt að gera breytingar.

Hvar sæki ég um greiðsluþjónustu?


Bókaðu símtal hér og í kjölfarið finnum við tíma til að stofna greiðsluþjónustu með þér.

Þetta þarft þú að hafa við höndina:

  • Síðasta greiðsluseðil lána
  • Greiðsluseðla annarra reikninga
  • Upplýsingar um alla útgjaldaliði

Greiðsluáætlun er sett upp samkvæmt þessum upplýsingum og mánaðarlegar greiðslur áætlaðar.