Fjártækni og opinn banki

Framtíð bankaþjónustu er að vera til staðar þar sem þér hentar. Ef þú vilt taka þátt í að byggja fjártæknilausnir sem byggja á opnu bankakerfi, þá ertu á réttum stað.

Hvað er opinn banki?


Opinn banki er þegar þjónustuaðilum er gefinn aðgangur að bankaupplýsingum.

Flestir Íslendinga þekkja Meniga, en þar geta viðskiptavinir gefið aðgang að gögnum sínum hjá bankanum. Fyrirtæki í viðskiptum hjá Íslandsbanka hafa líka notið opinnar bankaþjónustu í mörg ár í gegnum bókhaldskerfi. Þetta krefst þess að traust ríki milli viðskiptavinar, þjónustuaðila og bankans. Við gætum fyllsta öryggis í öllum samskiptum og enginn getur fengið aðgang að upplýsingum viðskiptavina bankans án þess að gefa fyrir því upplýst samþykki.

Opnar vefþjónustur

Við bjóðum upp á vefþjónustur í dag sem sýna upplýsingar um allar vörur bankans auk vaxtakjara og verðskrá.

Einnig er hægt að nálgast gengi gjaldmiðla og sannreyna hvort bankareikningur sé til. Fleiri vefþjónustur eru væntanlegar á árinu. Skráðu þig hér til að fá reglulega fréttir af þróun opinna vefþjónusta hjá Íslandsbanka.

PSD2 greiðsluþjónustur

Ný lög um greiðsluþjónustu tóku gildi í Evrópu í byrjun árs 2018.

Með lögunum opnast tækifæri fyrir fjártæknifélög að veita aðgengi að bankareikningum og greiðslum sem áður var eingöngu á færi banka. Þessi lög verða að líkindum innleidd á Íslandi á árinu 2021 og taka gildi í ársbyrjun 2022. Skráðum aðilum hjá Fjármálaeftirlitinu og sambærilegum stofnunum í Evrópu gefst þannig tækifæri til að bjóða einstaklingum upp á aðgengi að reikningum og greiðslum með öðrum leiðum en í gegnum netbanka og app síns viðskiptabanka. PSD2 er ætlað að auka öryggi greiðslna, styðja við nýsköpun og gæta að samkeppnishæfni aðila á markaði.

Upplýsingar


Hafa samband

Fyrir nánari upplýsingar hvetjum við þig til að hafa samband við okkur.

    Opna hafa samband form

    Póstlisti

    Þú getur skráð þig á póstlistann og fengið reglulegar fréttir.

      Skráðu þig á póstlista