IS Einkasafn Erlent (USD)

Sjóðurinn hentar þeim sem vilja fjárfesta á erlendum mörkuðum og horfa til fjárfestinga til fimm ára eða lengur. Sjóðurinn fjárfestir bæði í erlendum hlutabréfum og skuldabréfum.

Kaupa í sjóði

Hér getur þú keypt beint í sjóði eða skráð þig í áskrift

Nafnávöxtun

Fjárfestingartími

Sveiflur í ávöxtun

af 7

Mælikvarði á áhættu og sveiflur í ávöxtun

Tegund
Stofnár
2016
Grunnmynt
USD
Eignasamsetning
  • 7,8% Innlán
  • 92,2% Erlend hlutabréf

Síðast breytt: 1.3.2024

Markmið

Markmið IS Einkasafns Erlent er annars vegar að verja höfuðstól eigenda og hins vegar að auka verðmæti þeirra með því að ávaxta fjármuni sjóðsdeildarinnar á virkan hátt í hlutdeildarskírteinum erlendra verðbréfasjóða, fjárfestingarsjóða og fagfjárfestasjóða, auk þess að fjárfesta í stökum erlendum fjármálagerningum og innlánum í samræmi við fjárfestingarstefnu.

Fyrir hvern er sjóðurinn?

Sjóðurinn hentar öllum fjárfestum sem vilja ávaxta fé í þrjú ár eða lengur. Sjóðurinn fjárfestir að stærstum hluta í ríkisskuldabréfum og ríkisskuldabréfasjóðum. Sérkjör eru í boði fyrir fjárfesta sem hafa undirritað eignastýringarsamning við Eignastýringarþjónustu Íslandsbanka hf., en almenn kjör eru fyrir aðra fjárfesta.

Upplýsingablað

Gengisþróun


Þóknanir og viðskipta­pantanir


Lágmarkskaup
USD 100
Lágmarkskaup í áskrift
USD 50
Kostnaður við kaup
1%
Árleg umsjónarlaun
1,25%
Afgreiðslugjald
kr. 1.000
Uppgjörstími
3 viðsk.dagar (T+3)
Viðmiðunartími
kl. 15:00

Frekari upplýsingar um sjóðinn


Rekstraraðili
Íslandssjóðir hf.
Vörsluaðili
Íslandssjóðir hf.
Sjóðsstjóri
Sigurður G. Gíslason
Lykilupplýsingar fyrir fjárfesta
PDF
Upplýsingablað
PDF
Ávöxtunarblað sjóða
PDF
Útboðslýsing sjóðsins
PDF
Ársreikningur Íslandssjóða
PDF
Verðskrá verðbréfaþjónustu
PDF
Kostnaðarhandbók
PDF

Fyrir­varar


Almennur fyrirvari vegna fjárfestinga í sjóðum

Fjárfestingum í fjármálagerningum fylgir ávallt fjárhagsleg áhætta, svo sem hætta á lítilli eða engri ávöxtun eða að höfuðstóll tapist. Ávöxtun í fortíð er hvorki vísbending um né trygging fyrir ávöxtun í framtíð. Áhætta af fjárfestingu eykst ef fjárfestingin er fjármögnuð með lánsfé og ávöxtun getur aukist eða minnkað vegna gengisflökts þegar við á. Skattaleg meðferð ræðst af aðstæðum hvers viðskiptavinar fyrir sig og getur tekið breytingum í framtíðinni.

Fjárfestar eru hvattir til að kynna sér vel lykilupplýsingar og útboðslýsingar sjóða en þar er að finna nánari upplýsingar um viðkomandi sjóð, m.a. um áhættuþætti, fjárfestingarheimildir og notkun afleiðna. Fjárfestingarsjóðir hafa víðtækari fjárfestingarheimildir en verðbréfasjóðir og geta því verið áhættusamari fjárfesting. Upplýsingar um sjóðina eru fengnar frá Íslandssjóðum hf., rekstrarfélagi sjóðanna sem er dótturfélag Íslandsbanka hf.

Upplýsingar á síðunni eru aðeins birtar í upplýsingaskyni og skal ekki líta á þær sem tilboð eða ráðgjöf um kaup, sölu eða aðra ráðstöfun tiltekinna fjármálagerninga. Upplýsingarnar byggja á heimildum sem eru taldar áreiðanlegar en ekki er hægt að ábyrgjast nákvæmni eða réttmæti þeirra. Áskilinn er réttur til leiðréttinga.

Gengisþróun og ávöxtun

Tekið er tillit til umsýsluþóknunar við daglegan útreikning á gengi sjóða. Ávöxtun umfram 12 mánuði er reiknuð yfir á ársgrundvöll. Ávöxtun styttri tímabila er ekki umreiknuð á ársgrundvöll heldur er um gengisbreytingu að ræða. Uppreikningur ávöxtunar miðast við síðasta skráða gengi og er í grunnmynt hvers sjóðs.