Skuldabréfalán

Íslandsbanki býður klæðskerasniðna fjármögnun sem hentar þér og þínum áformum.

Næstu skref

Fáðu aðstoð hjá ráðgjafa. Saman komumst við að því hvað hentar þér best.

Hvers vegna ætti ég að velja skuldabréfalán?

  • Íslandsbanki getur boðið klæðskerasniðna fjármögnun sem hentar þér og þínum áformum
  • Með skuldabréfaláni getur þú fengið fjármögnun til skamms tíma (nokkrir mánuðir) og allt upp í 25 ár
  • Vextir ráðast af tegund trygginga og greiðsluhæfi lántakanda og er gert greiðslumat ef lán er yfir viðmiðunarfjárhæð

Verð­tryggð eða óverð­tryggð fjár­mögnun


Skuldabréfalán geta verið verðtryggð eða óverðtryggð. Óverðtryggð skuldabréfalán eru með lánstíma í allt að fimm ár. Verðtryggð lán mega samkvæmt lögum ekki vera til skemmri tíma en fimm ára. Vextir lána ráðast af tegund trygginga og greiðsluhæfi lántakanda. Greiðslumat er framkvæmt ef lán er yfir viðmiðunarfjárhæð.

Með skuldabréfaláni er hægt að fjármagna allt á milli himins og jarðar. Skuldabréf má til dæmis nota vegna endurbóta á heimilinu, til að fjármagna stærri tækjakaup o.s.frv.

Kostnaður vegna lána er samkvæmt verðskrá Íslandsbanka hverju sinni.