Hvers vegna ætti ég að velja skuldabréfalán?

  • Íslandsbanki getur boðið klæðskerasniðna fjármögnun sem hentar þér og þínum áformum

  • Með skuldabréfaláni getur þú fengið fjármögnun til skamms tíma (nokkrir mánuðir) og allt upp í 25 ár

  • Vextir ráðast af tegund trygginga og greiðsluhæfi lántakana og er framkvæmt greiðslumat

  • Skuldabréfalán með kjörvöxtum eru veitt með vaxtaálagi, sem er breytilegt eftir lánshæfi og tryggingum

Viðbótarlán vegna fasteignakaupa eða fjármögnunar


Viðbótarlán henta þeim sem kjósa að taka íbúðalán hjá lífeyrissjóði en þurfa viðbótarfjármögnun til að láta dæmið ganga upp, hvort sem það er vegna fasteignakaupa eða fjármögnunar. Við lánum allt að 80% af kaupverði við fasteignakaup en 70% við endurfjármögnun þegar kemur að viðbótarlánum á síðari veðrétti. Umsækjendur þurfa að uppfylla almennar lánareglur bankans og standast mat á greiðslugetu.  

Lánin geta verið verðtryggð, óverðtryggð eða blönduð og eru vextir breytilegir út frá lánshæfi hvers og eins.

Bókaðu tíma hjá ráðgjafa okkar og við förum yfir stöðuna með þér.

Verð­tryggð eða óverð­tryggð fjár­mögnun


Skuldabréfalán geta ýmist verið verðtryggð eða óverðtryggð. Með skuldabréfaláni er hægt að fjármagna allt á milli himins og jarðar.

Skuldabréf má til dæmis nota vegna endurbóta á heimilinu, til að fjármagna stærri tækjakaup og svo framvegis. Vextir lána ráðast af tegund trygginga og greiðsluhæfi lántakanda.

Kostnaður við lántöku er samkvæmt verðskrá Íslandsbanka hverju sinni.