Kröfu- og birgðafjármögnun

Einföld leið til að fjármagna fyrirtækið þitt með jafnara tekjustreymi. Kröfufjármögnun er kröfu- og birgðalán sem fyrirtækjum er veitt til að mæta sveiflum í veltufjármunum. Tilgangur lánanna er að fjármagna útgefnar kröfur og einnig  að fjármagna vörubirgðir samhliða kröfunum.

Kostir kröfu- og birgðafjármögnunar

  • Fyrirtækið fær lánað út á kröfusafnið sitt og birgðir og nær þannig peningum á skjótan hátt inn í reksturinn á ný

  • Betri fjárstýring, yfirsýn og utanumhald á einum stað

  • Betra utanumhald með birgðalánum – kallað er eftir stöðu birgða á tveggja mánaða fresti

  • Rafrænt ferli alla leið

  • Hægt að senda vanskilakröfur rafrænt til milliinnheimtufyrirtækis

  • Milliinnheimtufyrirtæki ráðstafa greiðslum beint inn á reikning kröfuhafa  

  • Við veitum persónulega þjónustu og afgreiðum fjármagn að jafnaði innan sólarhrings.

Fjármögnun allt að
80%
Fjármögnun að jafnaði
Samdægurs

Við tökum vel á móti þér


Kröfu- og birgðafjármögnun hentar öllum tegundum fyrirtækja sem selja vörur eða þjónustu gegn gjaldfresti. Hafðu samband ef þú telur að kröfu- og birgðafjármögnun gæti hentað þínu fyrirtæki og við aðstoðum þig.

Margrét Þorsteinsdóttir

Sérfræðingur


Senda póst
440 4000