Heimsmarkmiðin
Stuðningur Íslandsbanka við heimsmarkmiðin
Bankinn tekur þátt í stórum sem smáum verkefnum þar sem fjögur heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna eru höfð að leiðarljósi.
Stuðningur Íslandsbanka við heimsmarkmiðin
Bankinn tekur þátt í stórum sem smáum verkefnum þar sem fjögur heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna eru höfð að leiðarljósi.
Heimsmarkmið 4
Frá árinu 2015 hafa um 30.000 gestir sótt fræðslufundi og fyrirlestra Íslandsbanka í eigin persónu. Vegna COVID-19 heimsfaraldurs var fræðslustarfið lagað hratt að aðstæðum og fræðsla að megninu til færð á vefinn. Auk þess var sérstök áhersla lögð á heimilisfjármál í samhengi við COVID-19 heimsfaraldurinn og fjármál fyrirtækja.
Heimsmarkmið 9
Á árinu 2020 veitti Frumkvöðlasjóður Íslandsbanka 27 verkefnum alls rúmlega 60 milljónir í styrki. Við úthlutun styrkja var horft til verkefna sem stuðla að þeim fjórum heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna sem Íslandsbanki styður sérstaklega við.
Heimsmarkmið 5
Íslandsbanki hlaut Jafnvægisvog Félags kvenna í atvinnulífinu (FKA) á árinu 2020.Bankinn hefur haldið fundi um jafnrétti í fimm ár í röð sem samtals yfir 2.000 gestir hafa sótt.Bankinn hélt í september 2020 í samstarfi við FKA málþingið Konur og fjármál: Hvernig verðum við hreyfiafl á fjármálamarkaði?
Heimsmarkmið 13
Bankinn hóf í júní 2020 að bjóða upp á græna fjármögnun á vistvænum bifreiðum á betri kjörum. Birting á sjálfbærum fjármálaramma í október 2020 markaði tímamót enda sá fyrsti sinnar tegundar á Íslandi og í kjölfarið fjármagnaði bankinn sig með tveimur sjálfbærum skuldabréfum og hóf bankinn að veita fyrirtækjum græn og sjálfbær lán.