Skilmálar um notkun á vafrakökum

Hér verður útskýrt hvernig Íslandsbanki hf. notar kökur (e. cookies) í starfsemi sinni í gegnum smáforrit og vefi sem eru í eigu bankans eða stjórnað af bankanum.


Hvað eru kökur?

Kökur eru litlar textaskrár sem eru vistaðar á tölvunni eða snjalltækinu þínu þegar þú heimsækir vefsíðu í fyrsta sinn. Kökur virka þannig að þegar þú heimsækir síðuna aftur í sama tæki man síðan eftir þér og hvernig þú notaðir hana. Slíkar kökur bæta virkni vefsíðunnar, greina umferð um hana og bæta þjónustu við notendur. Flestar kökur varðveitast aðeins í stuttan tíma en aðrar geta varðveist lengur. 

Kökur fyrsta aðila

Kökur sem verða til á því vefsvæði sem þú heimsækir, í þessu tilfelli vefsíður bankans, kallast kökur fyrsta aðila (e. first-party cookies). 
Einstaka kökur eru nauðsynlegar fyrir fulla virkni vefsíðna og til þess að þú getir nýtt þér allt sem þær bjóða upp á, t.d. aðgang að öruggum svæðum síðna. Umræddar kökur eru nauðsynlegar og því er ekki hægt að hafna þeim án þess að skerða virkni síðna. Viljir þú engu að síður hafna slíkum kökum getur þú stöðvað notkun þeirra - sjá nánar undir Hvernig stilli ég kökur? 

Kökur þriðja aðila

Kökur þriðja aðila (e. third-party cookies) eru vefkökur sem verða til á öðrum síðum en þeirri sem þú ert að heimsækja. Kökur þriðja aðila virka þannig að þeir geta þekkt tækið þitt aftur bæði þegar þú heimsækir vefsvæðið og jafnvel önnur vefsvæði. 

Bankinn notar slíkar kökur á vefsvæði sínu (m.a. frá Google og Facebook) til að skilja hvernig vefsíður hans eru notaðar og til að mæla árangur markaðsherferða. Bankinn nýtir þessar kökur til að bæta upplifun þína af síðum og að sníða markaðsefni og auglýsingar að ákveðnum markhópum.

Hvers vegna notum við kökur?

Við notum kökur til þess að síður okkar virki án hnökra og að upplifun þín verði sem best þegar þú heimsækir þær. Kökur auðvelda þér að skrá þig inn í netbankann og nota reiknivélar okkar. Þær auðvelda þér einnig að komast á milli síðna og muna þær stillingar sem þú valdir við síðustu heimsókn. Kökur gera okkur kleift að aðlaga síður að því tæki sem þú notar til að heimsækja þær.

Í sumum tilfellum kunna kökur að safna upplýsingum eins og IP-tölum, gerð vafra og gerð tækis. Einstaka upplýsingar geta talist persónuupplýsingar en lesa má nánar um meðferð persónuupplýsinga hjá bankanum hér www.islandsbanki.is/personuvernd. Upplýsingar sem fengnar eru með þessum hætti eru aldrei notaðar til þess að auðkenna þig.

Hvernig stilli ég kökur?

Þú getur valið hvort þú samþykkir kökur eða ekki. Ef þú vilt hafna kökum geturðu slökkt á þeim með því að breyta vafrastillingum þínum eða stillt hvernig vafrinn notar þær.

Leiðbeiningar um stillingu vafra má finna með því að heimsækja hjálparsíðu þess vafra sem þú notar. Hér er tengill á leiðbeiningar um stillingar á kökum nokkurra algengra vafra.*

*Íslandsbanki tekur ekki ábyrgð á því efni sem birtist á þessum vefsíðum.

Athugið að það getur komið niður á virkni síðunnar ef slökkt er á vefkökum og jafnvel gert það að verkum að þú getur ekki heimsótt vissa hluta síðunnar.

Listi yfir kökur sem www.islandsbanki.is notar

Hér fyrir neðan má nálgast lista yfir þær kökur sem www.islandsbanki.is notar: