Leiðbeiningar: Öryggisnúmer


Öryggisnúmer er 4 tölustafa númer sem valið er upphaflega þegar netbanki er stofnaður, og er notað til að staðfesta fjárhagslegar færslur í netbanka og appi - t.d. millifærslur, greiðslu á reikningum o.s.frv.

Hvernig fær maður nýtt númer?

  • Ef öryggisnúmerið er gleymt er hægt að fá nýtt hjá ráðgjafa á netspjalli, „hafa samband" á ytri vef eða gegnum síma ef viðkomandi getur auðkennt sig með rafrænum skilríkjum.

Hvernig breytir maður númeri?

  • Ef þú manst gamla númerið er hægt að breyta því í gegnum netbankann með því að smella á tannhjólið og velja "aðrar stillingar", finnur öryggisnúmer og smellir á "Nánar". Svo slærðu inn núverandi öryggisnúmer einu sinni og nýja öryggisnúmerið tvisvar sinnum og smellir á „Vista breytingar".