Leiðbeiningar: Stofna vörslureikning fyrir börn

Hér finnur þú leiðbeiningar um hvernig hægt er að stofna vörslureikning fyrir börn.


Áður en þú getur fjárfest í sjóðum fyrir barnið þá er nauðsynlegt að búa til vörslureikning. Vörslureikningur birtist í yfirliti í netbanka og appi.

Ef ófjárráða barn vill stofna hjá okkur vörslureikning þá þarf lögráðamaður að undirrita samning um viðskipti með fjármálagerninga hjá Íslandsbanka fyrir hönd barnsins.

Lögráðamenn barnsins geta afgreitt málið rafrænt með því að smella á Stofna vörslureikning fyrir barn.