Leiðbeiningar: Sækja um yfirdrátt

Aðeins er hægt að sækja um yfirdráttarheimild í gegnum appið eða hjá ráðgjafa en ekki í gegnum netbankann.


Þú getur sótt um yfirdráttarheimild í gegnum appið allt að 2.450.000 kr. án þjónustugjalds

Hægt er að sækja um yfirdráttarheimild upp að 2.450.000 kr. hjá ráðgjafa gegn 950 kr. gjaldi en ef um hærri upphæð er að ræða þarf að framkvæma greiðslumat og því fylgir kostnaður samkvæmt verðskrá. Skoða verðskrá bankans

Sækja um yfirdráttarheimild í appinu

Þú opnar yfirlit debetreikningsins og ýtir á heimild neðst vinstra megin og setur inn upphæð og gildistíma og ýtir á áfram.

Athugaðu, ef þú ert með yfirdráttarheimild nú þegar og ætlar að hækka hana þá setur þú inn heildarupphæðina eftir hækkun.