Leiðbeiningar: Greiðslubeiðnir


  • Hægt er að skrá ógreidda kröfu í greiðslubeiðni en þá er krafan greidd á þeim degi sem þú óskar eftir. Þegar krafan hefur verið skráð í greiðslubeiðni birtist klukka fyrir aftan hana undir „Ógreiddir reikningar“.
  • Ef bankinn nær ekki að framkvæma greiðslubeiðnina færðu tölvupóst frá okkur þar sem við tilkynnum þér og útskýrum ástæðu þess að beiðnin fór ekki í gegn, t.d. ef innistæða á reikningi er ekki nógu há.
  • Það sem þú getur þá gert er að fara í netbankann undir „Yfirlit“ > „Greiðslubeiðnir“, þar ætti beiðnin að birtast og þú getur valið að breyta henni eða eyða. Ef að þú eyðir greiðslubeiðninni þá getur þú greitt kröfuna strax undir „Ógreiddir reikningar“ í netbankanum.