Leiðbeiningar: Endurnýjun korts


Útrunnið kort

  • Gildistími kortsins gildir út mánuðinn á gildistímanum. Ef það rennur til dæmis út 1/26 þá gildir kortið til 31. janúar 2026.
  • Nýtt kort á að koma í byrjun þess mánaðar sem kortið rennur út, gott er að athuga hvort að kortið sé nokkuð nú þegar komið með póstinum.
  • Ef kortið hefur ekki skilað sér í pósti þá gæti verið að það hafi týnst eða verið endursent, það er góð venja að hafa nafnið þitt skráð á póstlúguna eða póstkassann svo að kortið verði ekki endursent.
  • Ef kortið hefur ekki borist til þín endilega hafðu samband við Ráðgjafaverið í gegnum netspjall eða síma 440-4000 og við athugum hvort að það hafi komið endursent eða pöntum nýtt kort ef það skyldi hafa týnst í pósti.

Slitið/Brotið kort

  • Ef kortið þitt er orðið slitið eða stafirnir máðir af þá getur þú haft samband við Ráðgjafaverið í gegnum netspjall eða síma 440-4000 til þess að fá nýtt kort.
  • Ef kortið er hætt að virka í posum þá gæti verið að örgjörvinn sé bilaður. Endilega hafðu samband við okkur til þess að fá nýtt kort, en á meðan er hægt að athuga hvort að það gangi að nota snertilausar greiðslur í síma