IBAN númer og SWIFT kóði


Hvað er IBAN númer?

Hver reikningur hefur sitt eigið IBAN númer og er það notað við alþjóðlegar greiðslur. Það samanstendur af landskóða, bankanúmeri, höfuðbók, reikningsnúmeri, kennitölu og tveggja stafa tölu sem er reiknuð út eftir ákveðnum leiðum. 

Hvað er SWIFT kóði

Swift er alþjóðlegt greiðslukerfi sem notað er til að senda örugg skilaboð milli banka og fjármálastofnana. Það gerir mögulegt að framkvæma millifærslur og aðrar fjármálafærslur milli landa á öruggan og skilvirkan hátt.

SWIFT kóði Íslandsbanka er GLITISRE

IBAN númerið þitt í netbankanum

Til að finna IBAN númerið þitt í netbankanum, velurðu reikninginn sem þú vilt finna IBAN númerið fyrir og smellir á upplýsingar. Þar finnur þú ýmsar upplýsingar um reikninginn, meðal annars IBAN og SWIFT númerið þitt.

IBAN númerið þitt í appinu

Til að finna IBAN númerið þitt í appinu, velurðu reikninginn sem þú vilt finna IBAN númerið fyrir og smellir á reikninginn og síðan á þrjá punktana. Þar finnur þú ýmsar upplýsingar um reikninginn, meðal annars IBAN númerið.

Hvaða upplýsingar þarf ég að gefa upp til að móttaka erlendar greiðslur?

Þegar aðili fær senda erlenda greiðslu með SWIFT kerfinu þarf sendandi að fá eftirfarandi upplýsingar:

  • Beneficiary Account number – IBAN: <IBAN REIKNINGSNÚMER MÓTTAKANDA> 
  • Beneficiary name: <NAFN MÓTTAKANDA> 
  • Beneficiary address 
  • Streetname, Street number: <GÖTUHEITI, GÖTUNÚMER> 
  • City/Town: <BORG/BÆR> 
  • Postcode: <Póstnúmer> 
  • Country: Iceland 
  • Beneficiary bank information: 
  • Islandsbanki hf, Kopavogur, Iceland 
  • SWIFT: GLITISRE