Hvað er bankinn að gera?

Stefna Íslandsbanka um sjálfbærni miðar að því að rekstur bankans verði til fyrirmyndar í íslensku atvinnulífi útfrá alþjóðlegum viðurkenndum viðmiðum um umhverfismál, félagslega þætti og stjórnarhætti (UFS) og að bankinn sé hreyfiafl til góðra verka og leggi sérstaka áherslu á fjögur af heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um menntun, jafnrétti, nýsköpun og loftslagsmál. Hér eru nokkur dæmi um það sem bankinn hefur tekið sér fyrir hendur:


Framlag til samfélagsins
 • Veittum aukalega styrki úr Frumkvöðlasjóði í júní og nóvember 2020 með aukna áhersla á fjögur af heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna.
 • Íslandsbanki býður starfsfólki sínu að leggja sitt af mörkum til góðgerðamála. Starfsfólk bankans getur varið einum vinnudegi á ári í þágu góðs málefnis og velja sjálfir það málefni sem þeir vilja veita liðsinni.
 • Styðjum við hjálparstarf Rauða Kross Íslands í Afríku með styrk og leggjum til árlega starfsfólk sem veitir sérfræðiþekkingu til nauðstaddra.
 • Aðalstuðningsaðili Reykjavíkurmaraþonsins sem er orðið að stærsta fjáröflunarátaki ársins fyrir góðgerðarfélög.
 • Í desember 2020 gaf bankinn Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur, Kvennaathvarfinu og Samhjálp rausnarlega gjöf.
Fræðsla og markaðsmál
 • Við viljum auka þekkingu, færni og áhuga á fjármálum með því að bjóða upp á aðgengilega og áhugaverða fræðslu um fjármál enda er Menntun fyrir alla eitt þeirra heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna sem Íslandsbanki leggur sérstaka áherslu á.
 • Frá árinu 2015 hafa um 30.000 gestir sótt fræðslufundi og fyrirlestra Íslandsbanka í eigin persónu. Vegna kórónuveirunnar var fræðslustarfið lagað hratt að aðstæðum og umfangsmikil fræðsla færð á vefinn.
 • Árið 2020 voru 23 fundir haldnir rafrænt og ríflega 13.000 gestir sóttu þá eða fylgdust með upptökum í kjölfarið auk þess sem fjöldi minni fjarfunda var haldinn með viðskiptavinum.
 • Fræðslufundir, utan og innanhúss, um heimsmarkmiðin, sjálfbærniviðmið, aðgerðir í loftsmálum o.fl.
 • Framleiðum fræðslumyndbönd sem útskýra fjármálahugtök á einfaldan og aðgengilegan hátt.
 • Hjálpum ungum krökkum að læra á bók- og tölustafina í Georgs öppunum ásamt því að vera með app sem kennir börnum á klukku.
 • Hættum að gefa plast- og gjafavörur til barna- og unglinga  til að sporna við mengun og sóun. Í stað gjafavöru var enn meiri áhersla lögð á upplifun og fræðslu í útibúum og í gegnum stafrænar leiðir bankans.
 • Stafrænt markaðsefni, allt markaðsefni innanhúss er stafrænt og markaðsefni utanhúss er mestmegnis stafrænt líka.
Jafnréttismál
 • Bankinn hefur sett sér jafnréttisstefnu um jafnrétti kynjanna og jöfn laun sem styður við að ákvarðanir í launamálum byggjast á málefnalegum sjónarmiðum og feli ekki í sér kynbundna mismunun.
 • Árið 2018 hlaut Íslandsbanki jafnlaunavottun sem gildir í þrjú ár.
 • Árlega eru framkvæmdar viðhaldsúttektir af vottunaraðila, í nóvember var framkvæmd greining og reyndist launamunur kynjanna miðað við sambærileg störf 1,14%, sem er vel innan 5% viðmiðunarmarka sem vottunaraðili setur. Launamunur kynjanna hefur lækkað milli mælinga en munurinn mældist 1,9% í fyrra, konur lægri. Stefna bankans er að hafa þennan mun 0%.
 • Íslandsbanki hlaut Jafnvægisvog Félags kvenna í atvinnulífinu (FKA) á árinu 2020.
 • Bankinn hefur haldið fundi um jafnrétti í fimm ár í röð sem samtals yfir 2.000 gestir hafa sótt.
 • Málþingið Konur og fjármál: Hvernig verðum við hreyfiafl á fjármálamarkaði? - haldið í samstarfi við FKA þann 17. September 2020
Stefnumál og upplýsingagjöf
 • Settum okkar nýja sjálfbærnistefnu í lok árs 2019 sem leggur línuna fyrir aðgerðir bankans.
 • Gáfum út í fyrsta sinn árs og sjálfbærniskýrslu bankans sem byggir á Nasdaq ESG og GRI stöðlum í febrúar 2020 og birtum kolefnissporið fyrir reksturinn okkar.
 • Settum fram siðareglur fyrir birgja til að hvetja samstarfsaðila okkar til dáða á sviði umhverfis- og jafnréttismála og góðra stjórnarhátta.
 • Gengumst undir nýjar sjálfbærniskuldbindingar á sviði loftslagsmála og jafnréttis og fjölbreytileika, hluti af Nordic CEOs samstarfinu sem bankinn er hluti af.
 • Gerðumst á árinu 2020 aðili að nýjum samtökum Sameinuðu þjóðanna um ábyrga bankastarfsemi en vorum fyrir hluti af Global Compact.
 • Stofnaðili Festu, miðstöð um samfélagsábyrgð og Iceland SIF.
 • Stofnaðili að Votlendissjóð árið 2018 og stefnt að áframhaldandi samstarfi um kolefnisjöfnun.
Viðskipti og áhættumat
 • Árið 2020 kynntum við græn lán Ergo til kaupa á rafbílum, hleðslustöðvum og öðrum grænum fararkostum og stefnum á að fjölga grænum og sjálfbærum lánakostum fyrir viðskiptavini.
 • Í samstarfi við CIRCULAR Solutions framkvæmdum við áhættumat útfrá sjálfbærni á 24 stærstu lántökum bankans.
 • Grænn skuldabréfasjóður Íslandssjóða – eini sjóðurinn á landinu sem fjármagnar verkefni sem hafa jákvæð áhrif á þróun í umhverfis- og samfélagsmálum.
Höfuðstöðvar í Norðurturni
 • Rafmagnstenglar voru settir í hjólageymslu Norðurturns til að fleira starfsfólk geti nýtt sér hleðslu á rafmagnshjól og rafmagnshlaupahjól
 • Rafhleðslustöðvar voru settar upp fyrir bílaflota.
 • Fækkuðum fermetrum fyrir starfsemi bankans um helming eða um rúmlega 8.000 m2  (rekum eitt mötuneyti í dag í stað þriggja áður) við flutning í Norðurturn árið 2017.
 • Færri kílómetrar og styttri ferðatími fyrir starfsfólk að fara til og frá vinnu við flutning á höfuðstöðvum.
 • Innleiddum verkefnamiðaða vinnuaðstöðu, sem þýðir minna af búnaði sem stendur ónotaður.
 • Öll lýsing í húsnæði sem hýsir starfsemi bankans er LED og tímasett með skynjurum.
 • Búningsklefar og skápar í höfuðstöðvum fyrir fólk sem kemur hjólandi í vinnuna.
Eldhús
 • Matarsóun minnkuð! Sumarið 2019 hóf bankinn að vigta lífrænan úrgang í mötuneyti bankans til að minnka matarsóun og frá ársbyrjun 2020 er niðurstaða hverrar viku birt á upplýsingaskjáum innan bankans – markmiðið er að kenna starfsfólki að matarsóun sé óþarfi.
 • Kaffikorg er safnað saman og færður Magga sveppabónda sem ræktar úr honum ostru sveppi sem bankinn kaupir svo aftur. Hann notar 1 tonn af kaffikorg á ári sem annars færi í urðun.
 • Samhjálp fær matarafganga og leirtau sem ekki nýtast bankanum.
 • Ekkert kjöt einn dag í viku og meiri fjölbreytni í salatbar - minna kolefnisspor og aukin hollusta.  Framleiðslu kjöts og mjólkurafurða fylgir mun meiri orku- og vatnsnotkun og losun gróðurhúsalofttegunda en við ræktun grænmetis. Með því að sleppa því að neyta kjöts í a.m.k. einn dag í viku hefur bankinn dregið álagi á náttúruauðlindir og minnkað kolefnissporið sitt, svo við tölum ekki um aukna hollustu.
 • Eldhús bankans fékk Svansvottun í desember árið 2020 og er allur rekstur eldhúsins því Svansvottaður.
Rekstur
 • Úrgangur af díselolíu! Öll úrgangsolía er send til aðila sem nýtir hana til framleiðslu á lífdíselolíu. Um er að ræða 600 – 800 lítra á ári sem annars færi í sérstaka fitusíu til urðunar með tilheyrandi kostnaði og neikvæðum umhverfisáhrifum.
 • Höfum minnkað pappírsnotkun um 2,6 milljónir frá því að átak um að vera pappírslaus banki hófst árið 2016 og fjöldi prentara hefur fækkað um yfir 130 stykki.
 • Virkt samtal við birgja um að lágmarka umbúðir og hafa þær umhverfisvænar.
 • Búnaður fær framhaldslíf hjá okkur en við gefum notaðan tölvubúnað bæði til Forritara framtíðarinnar og til Afríku, ásamt því að gefa skjái og fleira í skóla og til fyrirtækja.
 • Tókum upp fjarvinnu starfsfólks, kynntum leiðir til að minnka flug, rafvæddum bílaflota bankans og kynntum nýjar grænar samgönguáherslur. Meðal annars með kaupum á rafhlaupahjólum og rafbílum fyrir starfsfólk til að minnka kolefnisspor bankans.
 • Flokkum allt sorp.
 • Tókum út einnota plast og einnota plastglös á starfstöðvum og í útibúum.
 • Öll hreinsiefni eru svansvottuð.
 • Afgangi skilað til birgja og endurgreiðsla fengin.

Við hvetjum þig til þess að skoða sjálfbærni uppgjör Íslandsbanka