Góð ráð eftir lántöku
Hér má finna nokkur góð ráð sem er gott að huga að eftir að þú hefur tekið nýtt húsnæðislán.
Þú getur sótt um að nota séreignarsparnaðinn til að greiða beint inn á lán skattfrjálst en hægt er að sækja um úrræðið hér með rafrænum hætti. Mikilvægt er að endurnýja umsóknina hjá RSK ef þú hefur t.d. verið að endurfjármagna lán nýlega og vilt halda áfram að nýta úrræðið.
Hér getur þú sótt um séreignarsparnað rafrænt ef þú ert ekki með samning nú þegar, en það tekur aðeins örfáar mínútur.
Það er hagkvæmast að hafa greiðsluseðla lána pappírslausa og í sjálfvirkri skuldfærslu til að lágmarka fastan kostnað vegna mánaðarlegra greiðsluseðla. Hægt er að skrá lán í beingreiðslur í netbanka eða appi með einföldum hætti, sjá leiðbeiningar hér.
Húsnæðislán Íslandsbanka með föstum vöxtum bera uppgreiðslugjald á meðan vextir eru fastir en lán á breytilegum vöxtum bera ekkert uppgreiðslugjald. Lán með föstum vöxtum bera 1% uppgreiðslugjald sem lækkar hlutfallslega niður í 0% á fastvaxtatímanum. Hægt er að greiða allt að 1 milljón króna inn á lánið án uppgreiðslugjalds á hverju 12 mánaða tímabili.
Þú getur alltaf greitt aukalega inn á lánið þitt í netbankanum óháð því hvort lánið beri uppgreiðslugjald eða ekki. Ennfremur getur þú séð stöðu og greiðslusögu lána í netbanka og appi á öllum tímum.
Umhverfið á íslenskum húsnæðislánamarkaði hefur breyst töluvert undanfarin ár og er orðið mun einfaldara að færa sig á milli lánsforma nú til dags. Til að mynda getur verið gott endurskoða kjör og vexti árlega út frá eigin aðstæðum og vaxtaumhverfinu. Þá getur skapast svigrúm til að endurfjármagna og sameina viðbótarlán á hagstæðari kjörum ef fasteignamatið hefur hækkað frá því þú tókst lán, sér í lagi ef lánshlutfallið komið undir 70% af fasteignamati sem dæmi.
Við bjóðum upp á greiðslufrest á húsnæðislánum ef þú átt von á barni og á leiðinni í fæðingarorlof. Gott er að fara yfir þessi mál með ráðgjöfum okkar en þú getur alltaf pantað tíma eða símaráðgjöf á vefnum okkar.