Skattamál vegna bandarískra fjármálagerninga
Ísland hefur gert samning við Bandaríkin um upplýsingaskipti vegna skattamála. Íslenskum bönkum ber að fá útfyllt bandarísk skattaeyðublöð frá viðskiptavinum sínum sem eiga bandaríska fjármálagerninga, þ.e. verðbréf, skuldabréf eða annarskonar fjármálagerninga á vörslureikningi.
Ef þú átt bandaríska fjármálagerninga í vörslu hjá Íslandsbanka þá þarft þú að fylla út neðangreint W-8BEN eyðublað.
Allar líkur er á að þú þurfir einnig að undirrita og skila inn yfirlýsingu um óbreytta stöðu frá 1. janúar 2021.
Senda þarf Íslandsbanka undirritað eyðublað á þriggja ára fresti.
Hægt er að skila eyðublaðinu og yfirlýsingunni á netfangið W8BEN@islandsbanki.is
Framangreind eyðublöð tengjast upplýsingaskiptasamningi milli Íslands og Bandaríkjanna skattalöggjafarinnar FATCA (e. Foreign Account TAX Compliance ACT). Sjá nánar á vef Skattsins og Bandarískra skattyfirvalda (e IRS).
ATHUGIÐ Ef þú ert bandarískur skattaðili í skilningi bandarískra skattalaga getur þú þurft að skila inn annarri tegund af W-eyðublaði. Íslandsbanki veitir ekki skattaráðgjöf svo ef þú ert í vafa um skattalegar aðstæður þínar þá hvetjum við þig til að leita sérfræðiráðgjafar til ráðgjafa á sviði skattamála.