Erlendar greiðslur til áhættusamra ríkja


Viðtakandi greiðslu er í ríki sem er áhættusamt samkvæmt eftirlitsaðilum. Því þurfa viðskiptavinir að svara aukinni áreiðanleikakönnun og senda fylgiskjöl til útskýringar, t.d. reikning eða ástæðu greiðslu. Athugið að greiðslan verður ekki send til viðtakanda fyrr en bankinn hefur móttekið og yfirfarið gögnin.

Vinsamlegast fyllið út aukna áreiðanleikakönnun og sendið ásamt fylgiskjölum á eftirfarandi netfang erlendargreidslur@islandsbanki.is svo að hægt sé að ljúka við framkvæmd greiðslu.

Þegar fullnægjandi gögn hafa borist ásamt fylgiskjölum verður greiðslan afgreidd og greiðslukvittun útbúin. Berist gögn eftir kl 14:00 í dag er hugsanlegt að greiðslan verði felld niður.