Erlendar greiðslur til áhættusamra ríkja
Við þurfum að uppfylla kröfur frá Fjármálaeftirliti og Stjórnarráði vegna greiðslna til áhættusamra ríkja og því þurfa viðskiptavinir að svara aukinni áreiðanleikakönnun og senda fylgiskjöl til útskýringar, t.d. reikning eða ástæðu greiðslu.
Ef um er að ræða reglulegar greiðslur til sama aðila, t.d. laun, geta lögaðilar óskað eftir undanþágu með því að fylla út yfirlýsingu um reglulegar greiðslur til aðila í áhættusömu ríki.
Vinsamlegast fyllið út aukna áreiðanleikakönnun og sendið ásamt fylgiskjölum á eftirfarandi netfang egmar@islandsbanki.is svo að hægt sé að ljúka við framkvæmd greiðslu.
Þegar neðangreind gögn hafa borist ásamt fylgiskjölum verður greiðslan afgreidd og greiðslukvittun útbúin.