Stofnun á notendum
Að stofna aðgang fyrir innri og ytri notendur.
Hvað eru innri og ytri notendur í netbanka?
Innri notendur eru starfsfólk fyrirtækisins. Aðgangsstjóri félagsins getur stofnað slíka aðganga fyrir starfsfólk og veitt þeim aðgangsheimildir að reikningum og þjónustu sem fyrirtækið er að nýta sér ásamt því að geta afturkallað aðgang. Aðgangsheimildir notenda sem hafa verið gerðar óvirkar eru geymdar sem slíkar á lista innri notenda, til notkunar síðar.
Ytri notendur eru aðilar sem hafa fengið aðgang að netbanka og appi fyrirtækisins. Þetta eru yfirleitt ekki starfsmenn fyrirtækisins, en þurfa aðgang vinnu sinnar vegna. Aðgangsstjórar geta bæði veitt eða afturkallað aðgangsheimildir ytri notenda að félaginu, en geta ekki lokað heimildunum sjálfum, enda eru þeir ekki "eigendur" ytri aðgangsheimilda. Þegar ytri aðgangur er afturkallaður, hverfur notandinn af lista ytri notenda sem hafa aðgang að fyrirtækinu.
Stofnun innri notenda
Smella þarf á "Stillingar" -> "Aðgangsstýring". Þá birtist þessi gluggi upp og smella þarf á „Stofna innri notanda“

Slá þarf inn eftirfarandi upplýsingar og síðan fær notandi beiðni um að staðfesta með rafrænum skilríkjum eða auðkennisappi.

Tenging ytri notanda
Smella þarf á „Veita ytri notanda aðgang“

Síðan þarf að fylla út kennitölu og notendanafn þeirra sem eiga að fá aðganginn og smella á leit.

Breyting á aðgöngum
Til að breyta aðgangi skal nota stillingarsíður í gamla netbanka.
En hægt er að skoða aðgangsheimildir með því að smella á viðkomandi notanda og smella á "Skoða".
Undir aðgangsheimildum er hægt að:
- Veita heimild til að framkvæma aðgerðir í netbankanum.
- Gefa aðgang að bankareikningum annaðhvort yfirlit eða millifærsluheimild.
- Veita heimild til að sjá kreditkort.
Að lokum er hakað í það sem viðkomandi á að hafa aðgang að og smellt á "yfirlit og staðfesting". Þá berst beiðni um staðfestingu með sterkri auðkenningu, s.s. rafræn skilríki eða auðkennisapp.
