Aðgangsstýring - leiðbeiningar

Nú geta viðskiptavinir sjálfir stofnað aðgang að netbanka og aðgangstjóra


Stofnun aðgangsstjóra

Eftir innskráningu með rafrænum skilríkjum á oryggi.islandsbanki.is þá færð þú lista yfir þau félög sem þú hefur heimild til að stofna netbanka á.

Þá velur þú félagið sem þú ert að stofna aðgangsstjóra fyrir. Þá hefst ferlið með því að velja "Umboð" og í hægra horninu uppi er smellt á "Stofna nýjan aðgangsstjóra".

Þá birtist gluggi þar sem kennitala aðgangsstjóra er slegin inn og því næst ýtir þú á "staðfesta".

Þá kemur upp síða með nafni þess sem á að verða aðgangsstjóri. Þar á að fylla út símanúmer og netfang.

Svo þarf að fylla út símanúmer og netfang þeirra sem eiga að undirrita fyrir hönd félagsins (fimaritun) og gefa aðgangsstjóra heimild. Svo velur þú "áfram".

Þá birtist mynd með þessum upplýsingum

Umsækjandi getur fylgst með stöðunni á samþykktinni á aðganginum á þessari síðu oryggi.islandsbanki.is