Hvert er þitt kolefnisspor?


Við nýtum þjónustu Meniga sem kallast Carbon Insight til að meta kolefnisspor einkaneyslu. Þessi lausn byggir á gagnagrunni fyrirtækisins sem inniheldur áætlað kolefnisspor um 80 útgáfuflokka.

Tilgangur Carbon Insight er að valdefla fólk í umhverfismálum með því að sýna þér áætlað kolefnisspor þitt af þinni einkaneyslu. Carbon Insight brýtur upp kolefnissporið eftir útgjaldaflokkum og getur þú nýtt þér þessar upplýsingar til þess að leggja þitt af mörkum og draga úr kolefnisspori þínu.

Allar greiðslukorta færslur eru flokkaðar eftir útgjaldaflokkum sem að áætla kolefnisspor hverrar færslu. Dæmi um útgjaldaflokka eru: matur, bílar og samgöngur, heilsa og útlit o.fl.. Allir útgjaldaflokkar hafa þrengri undirflokka eins og matur getur verið matarinnkaup, skyndibiti, sjoppur og ísbúðir, mötuneyti o.fl., en hver undirflokkur ber ólíkt kolefnisspor.

Kolefnisspor í appinu


Leiðbeiningar

Hvernig á að virkja útreikning á kolefnissporinu þínu


  1. Opnaðu "Playstore" eða "Appstore" eftir því hvort þú notar Android eða Apple síma og uppfærðu Íslandsbankaappið.
  2. Opnaðu Íslandsbankaappið og sláðu inn þitt öryggisnúmer
  3. Á heimaskjánum undir yfirliti reikninga getur þú séð "Hvert er kolefnissporið þitt"
  4. Veldu "Skoða kolefnisspor".
  5. Þú verður að samþykkja skilmálana til þess að geta reiknað kolefnissporið.
  6. Ef þú samþykkir skilmálana birtist þitt kolefnisspor.

Sæktu Íslandsbankaappið fyrir Android

Sæktu Íslandsbankaappið fyrir iOS