Athugið

Þessi frétt er meira en sex mánaða gömul og tölfræði gæti hafa breyst

Vigdís Finnbogadóttir í Bransasögum

Hvernig leiddi kvennafrídagurinn 1975 til þess að Vigdís Finnbogadóttir ákvað að bjóða sig fram í embætti forseta Íslands?


„Þegar upp er staðið og ég lít til baka sé ég að þetta var gæfuspor fyrir Ísland að kjósa sér konu, alveg burt séð frá hvort það var ég eða einhver önnur. Það var kominn tími til að kjósa konu og sanna að kona getur gegnt sömu störfum og karlar. “ segir Vigdís Finnbogadóttir, sem leit við í Bransasögur í tilefni þess að 19. júní voru 104 liðin frá því að konur fengu kosningarétt á Íslandi.

Myndbandið hefur vakið talsverða athygli á vefnum og má nálgast hér að neðan, en í bransasögum segir áhugavert fólk úr öllum áttum sögur af því hvernig það hefur náð árangri á sínu sviði.

Bransasögur - Vigdís Finnbogadóttir


Vigdís Finnbogadóttir ræðir um hvernig kvennafrídagurinn 1975 leiddi til þess að hún ákvað að fara í framboð til forseta Íslands.

Bransasögur - Spilunarlisti


26 áhugaverðar sögur er að finna í spilunarlistanum.