Fastir vextir óverðtryggðra húsnæðislána lækka um 0,75 prósentustig og breytilegra um 0,5 prósentustig. Yfirdráttarvextir einstaklinga og fyrirtækja lækka um allt að 0,75 prósentustig.
Almennir innlánsvextir veltureikninga lækka ekki og að jafnaði lækka innlán töluvert minna en útlán. Algeng lækkun sparnaðarreikninga er 0-0,4 prósentustig.
Verðtryggðir húsnæðislánavextir lækka jafnframt. Fastir vextir um 0,35 prósentustig og breytilegir um 0,25 prósentustig.
Ergo bílasamningar og bílalán lækka að meðaltali um 0,5 prósentustig og óverðtryggðir kjörvextir til fyrirtækja um 0,4 prósentustig.
Vaxtabreytingin tekur gildi 4. júní.