Athugið

Þessi frétt er meira en sex mánaða gömul og tölfræði gæti hafa breyst

Vextir Íslandsbanka lækka um allt að 0,25 prósentustig

Útlánavextir Íslandsbanka munu lækka um allt að 0,25 prósentustig 4. desember næstkomandi og innlánsvextir vextir haldast að mestu leyti óbreyttir.


Yfirdráttarvextir einstaklinga og fyrirtækja lækka um allt að 0,25 prósentustig

Óverðtryggðir kjörvextir lækka um 0,20 prósentustig

Ergo bílalán og bílasamningar lækka um 0,15 prósentustig

Breytilegir vextir húsnæðislána lækka um 0,10 prósentustig

Innlánsvextir haldast að mestu leyti óbreyttir en nokkrir reikningar bankans lækka um 0-0,25 prósentustig.

Íslandsbanki býður áfram lægstu fasta vexti almennra húsnæðislána á bankamarkaði, bæði óverðtryggðra og verðtryggðra