Vísitala neysluverðs (VNV) lækkaði um 0,16% í janúar samkvæmt nýbirtum tölum Hagstofunnar. Ársverðbólga hjaðnar samkvæmt því úr 7,7% í 6,7%. Verðbólga miðað við vísitölu neysluverðs án húsnæðis hjaðnar einnig, úr 6,7% í 5,2%. Þetta er í fyrsta skipti síðan í janúar 2020 sem vísitala neysluverðs lækkar á milli mánaða.
Mæling janúarmánaðar er undir öllum birtum spám. Spár voru á bilinu 0,3 – 0,6% hækkun vísitölunnar og við spáðum 0,4% hækkun. Það helsta í mælingu janúarmánaðar sem kom okkur á óvart er liðurinn ferðir og flutningar. Bílar hækka talsvert minna í verði en við spáðum auk þess sem flugfargjöld lækka meira.