Í fréttatilkynningu sem Hagstofan birti í gær segir að útreikningur VNV í mars hafi gengið eðlilega fyrir sig en ljóst er að áskoranir munu koma fram í mælingu aprílmánaðar og áfram meðan ástandið varir. Hins vegar verði vogum vísitölunnar ekki breytt þó ýmsar vörur og þjónusta verði tímabundið ófáanlegar. Enda séu neyslubreytingar tímabundnar og munu ganga til baka. Fréttatilkynninguna má lesa hér.
Mæling marsmánaðar er aðeins undir okkar spá, en við spáðum 0,3% hækkun VNV milli mánaða. Helsti undirliðurinn sem kom okkur á óvart er flugliðurinn, en flugfargjöld lækka töluvert meira en við gerðum ráð fyrir.