Athugið

Þessi frétt er meira en sex mánaða gömul og tölfræði gæti hafa breyst

Vel heppnaður fundur um mállíkanið GPT-4

Á hádegisfundi Íslandsbanka og Almannaróms var rætt um þá möguleika sem nýting gervigreindar opnar fyrirtækjum og stofnunum í íslensku atvinnulífi.


Húsfyllir var á fróðlegum fundi um mállíkanið GPT-4 í höfuðstöðvum Íslandsbanka í gær. Á fundinum, sem Birna Einarsdóttir bankastjóri Íslandsbanka opnaði, voru fluttar framsögur og málin rædd í panel.

Fundarstjóri var Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Almannaróms og framsögu flutti Lilja Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra auk þess sem þau Sigríður Hrefna Hrafnkelsdóttir, framkvæmdastjóri einstaklingssviðs Íslandsbanka og Vilhjálmur Þorsteinsson, framkvæmdastjóri máltæknifyrirtækisins Miðeindar, lýstu máltæknivæðingu Íslandsbanka.

Umræðum stýrði Riaan Dreyer, framkvæmdastjóri stafrænnar þróunar og upplýsingatækni Íslandsbanka sem ræddi við þau Bjarna Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, Angela Jiang frá OpenAI, Orra Hauksson, forstjóra Símans og Vilhjálm Þorsteinsson, framkvæmdastjóra máltæknifyrirtækisins Miðeindar.

Myndband frá fundinum


  • Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka0:15
  • Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Almannaróms1:17
  • Sigríður Hrefna Hrafnkelsdóttir, framkvæmdastjóri einstaklingssviðs Íslandsbanka og Vilhjálmur Þorsteinsson, framkvæmdastjóri máltæknifyrirtækisins Miðeindar4:07
  • Riaan Dreyer, framkvæmdastjóri stafrænnar þróunar og upplýsingatækni Íslandsbanka16:37
  • Panelumræður20:17
  • Lilja Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra1:01:07