Húsfyllir var á fróðlegum fundi um mállíkanið GPT-4 í höfuðstöðvum Íslandsbanka í gær. Á fundinum, sem Birna Einarsdóttir bankastjóri Íslandsbanka opnaði, voru fluttar framsögur og málin rædd í panel.
Fundarstjóri var Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Almannaróms og framsögu flutti Lilja Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra auk þess sem þau Sigríður Hrefna Hrafnkelsdóttir, framkvæmdastjóri einstaklingssviðs Íslandsbanka og Vilhjálmur Þorsteinsson, framkvæmdastjóri máltæknifyrirtækisins Miðeindar, lýstu máltæknivæðingu Íslandsbanka.
Umræðum stýrði Riaan Dreyer, framkvæmdastjóri stafrænnar þróunar og upplýsingatækni Íslandsbanka sem ræddi við þau Bjarna Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, Angela Jiang frá OpenAI, Orra Hauksson, forstjóra Símans og Vilhjálm Þorsteinsson, framkvæmdastjóra máltæknifyrirtækisins Miðeindar.