Vegna rekstr­ar­stöðv­un­ar Play

Korthafar greiðslukorta sem eiga bókað flug með Play eiga rétt á endurgreiðslu vegna flugferðar sem ekki verður farin. 


Korthafar greiðslukorta sem eiga bókað flug með Play eiga rétt á endurgreiðslu vegna flugferðar sem ekki verður farin.  Korthafar sem eru með greiðslukort frá Íslandsbanka þurfa að gera endurkröfu á vef bankans.

  • Hægt er að óska eftir endurgreiðslu flugfargjalds hafi flugmiði verið greiddur með greiðslukorti. Hafir þú átt bókaða flugferð með Play sem verður ekki farin getur þú gert endurkröfu. Mikilvægt að senda með bókunarstaðfestingu.
  • Annar kostnaður sem gæti fylgt rekstrarstöðvun Play líkt og hótelbókanir, bílaleigur og þess háttar er ekki með endurkröfurrétt og þyrfti að afbóka það í gegnum seljandann sem bókað var í gegnum. Það fer eftir skilmálum þeirrar bókunar hvort hún sé endurgreiðanleg. Gott er að hafa samband við seljandann.
  • Samkvæmt skilmálum ferðatrygginga tryggja slíkar tryggingar ekki ferðarof sem verður vegna rekstrarstöðvunar og því einungis hægt að gera endurkröfu.
  • Farþegar sem keyptu ferð sína af evrópskum ferðaskipuleggjanda sem seldi flugmiðann sem hluta af svokallaðri alferð (þ.e. samsettri ferð þar sem flug er selt ásamt gistingu eða öðrum þjónustuþáttum) eiga rétt á heimflutningi á grundvelli samevrópskra reglna um alferðir. Farþegum er bent á að hafa samband við þann ferðaskipuleggjanda sem þeir keyptu ferð sína af.
  • Endurkröfuréttur er 120 dagar frá þeirri dagsetningu sem flugferðin átti að eiga sér stað. Vegna fjölda beiðna getur úrvinnsla og afgreiðsla þessara mála því miður dregist. Við hvetjum viðskiptavini því til að senda inn beiðni sem fyrst. 
  • Farþegar sem greiddu fyrir flugferðir með Play með gjafabréfi eða millifærslum til félagsins gætu þurft að lýsa kröfu í þrotabú Play.

Nánari upplýsingar um rétt farþega má finna á vef Samgöngustofu.