Athugið

Þessi frétt er meira en sex mánaða gömul og tölfræði gæti hafa breyst

Leiðréttar bakfærslur

Vegna kerfisvillu voru debetkortafærslur í einhverjum tilvikum ranglega bakfærðar. Færslurnar voru framkvæmdar 6. maí, 13.maí eða 20.maí  en voru bakfærðar ranglega sex dögum síðar.


Í gærkvöldi voru færslurnar aftur skuldfærðar og hefur því reikningsstaða viðkomandi viðskiptavina breyst.

Viðskiptavinir eru beðnir afsökunar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda en rétt er að ítreka að enginn FIT kostnaður verður innheimtur á reikningum sem fara í neikvæða stöðu.