Athugið

Þessi frétt er meira en sex mánaða gömul og tölfræði gæti hafa breyst

Vegna greiðslna til rússneskra banka

Sem stendur er ekki hægt að senda greiðslur til tiltekinna aðila


Vegna viðskiptaþvingana á rússneska banka hefur ekki verið hægt að senda greiðslur til tiltekinna banka í Rússlandi. Komið hefur í ljós að erlendir bankar hafa mikið og strangt eftirlit með rússneskum bönkum. Í mörgum tilfellum leiðir það til þess að greiðslur eru lengi að skila sér eða skila sér jafnvel ekki. Í mörgum tilfellum tekur líka mjög langan tíma að sækja greiðslur til baka eða það gengur ekki.

Af þeim sökum hefur Íslandsbanki ákveðið að loka tímabundið alfarið fyrir allar símgreiðslur til Rússlands. Er þessi ákvörðun ekki síst tekin í ljósi hagsmuna viðskiptavina.

Þá vill Íslandsbanki vekja athygli á því að greiðslur til Úkraínu og Hvíta Rússlands taka lengri tíma en venjulega sökum aukins eftirlits erlendra banka.

Bankinn mun endurskoða aðgerðir og ákvarðanir reglulega og því geta aðgerðir breyst með skömmum fyrirvara.

Frá og með 5. mars lokaði Mastercard fyrir alla notkun korta í Rússlandi. Því sem stendur er ekki hægt að nota kort Íslandsbanka þar í landi.