Athugið

Þessi frétt er meira en sex mánaða gömul og tölfræði gæti hafa breyst

Varað við tölvupóstum í nafni bankans

Viðskiptavinum Íslandsbanka hafa verið að berast tölvupóstar frá óprúttnum aðilum sem óska eftir að öryggisupplýsingar séu uppfærðar.


Viðskiptavinum Íslandsbanka hafa verið að berast tölvupóstar frá óprúttnum aðilum sem óska eftir að öryggisupplýsingar séu uppfærðar.

Vinsamlegast athugið að pósturinn berst ekki frá Íslandsbanka og brýnt er að ekki sé smellt á neina hlekki sem í honum eru. Alls ekki skal gefa upp reikningsnúmer eða aðrar öryggisupplýsingar á borð við pin númer. Slíkar upplýsingar yrðu misnotaðar af tölvuþrjótum.

Sama gildir um óskir um innskráningu með rafrænum skilríkjum sem þú kannast ekki við að hafa óskað eftir. Mikilvægt er að slíkar beiðnir séu ekki samþykktar.

Nánari upplýsingar um vefveiðar og netöryggi má finna á upplýsingasíðu okkar.

Hafir þú fengið slíkan póst væri vel þegið að þú létir okkur vita á islandsbanki@islandsbanki.is

Ef þú svaraðir umræddum tölvupósti skalt þú hafa samband við ráðgjafaver bankans eins fljótt og auðið er í síma 440-4000.