Athugið

Þessi frétt er meira en sex mánaða gömul og tölfræði gæti hafa breyst

Varað við netsvindli í nafni Póstsins og DHL

Óprúttnir aðilar senda skilaboð í nafni Póstsins og DHL í þeim tilgangi að komast yfir kortaupplýsingar.


Varað er við tilraunum til vefveiða. Sem fyrr er mikilvægt að vera á varðbergi þegar óskað er eftir kortaupplýsingum á vefnum. Farðu varlega þegar þú smellir á hlekki sem þú færð senda og kannaðu hvert þeir vísa.

Fáir þú óvænt tilkynningu um tilraun til að skrá kortið þitt án þinnar vitundar, skaltu þegar í stað hafa samband við viðskiptabankann þinn.

  • Íslandsbanki í síma 440-4000 eða í netspjalli
  • Landsbankinn í síma 410-4000 eða í netspjalli á vef bankans
  • Arion banki í síma 444-7000 eða í netspjalli á vef bankans

Sé um að ræða tilkynningu eftir lokunartíma bankanna skal hringja í neyðarnúmer greiðslumiðlunarfyrirtækja:

  • Valitor – s. 525-2200
  • Borgun – s. 533-1400

Jafnframt er bent á að tilkynna slík svik til lögreglunnar á netfangið cybercrime@lrh.is.

Nánari upplýsingar um vefveiðar og netöryggi má finna á upplýsingasíðu okkar.

Tölvusvik í nafni póstsins


Stutt útskýring á þeirri leið sem svikararnir fara við að veiða kortanúmer.