Kjartan Hrafn Matthíasson fertugur fótboltaáhugamaður trúði vart sínum eigin eyrum þegar honum var tilkynnt að hann hefði unnið aðalvinninginn í leik Mastercard og Íslandsbanka, ferð fyrir tvo á á úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu. Um er að ræða einn stærsta fótboltaviðburð ársins sem fram fór í Munchen 31. maí síðastliðinn. Kjartan vann miða á leikinn ásamt flugi fram og til baka með Icelandair, akstri milli staða og gistingu og morgunverð í tvær nætur á 4 stjörnu hóteli. Flogið var út föstudaginn 30. maí og heim sunnudaginn 1. júní.
„Þegar starfsmaður Íslandsbanka hringdi í mig korter í páska hélt ég fyrst að þetta væri einhver brandarakall að gera grín í mér. Honum tókst þó nokkurn vegin að sannfæra mig um að þetta væri allt saman dagsatt,” segir Kjartan.