Athugið

Þessi frétt er meira en sex mánaða gömul og tölfræði gæti hafa breyst

Valréttur vegna umframeftirspurnar fullnýttur - verðjöfnunartímabili lýkur


Til að fá aðgang að gögnum þarftu að velja land og samþykkja skilmála

Valréttur vegna umframeftirspurnar fullnýttur - Verðjöfnunartímabili lýkur


Reykjavík, 2. júlí 2021. Citigroup Global Markets Europe AG, Íslandsbanki hf. og J.P. Morgan AG, sem höfðu sameiginlega umsjón með frumútboði hlutabréfa Íslandsbanka, tilkynntu Bankasýslu ríkisins í dag að valréttur vegna umframeftirspurnar í útboðinu hafi verið nýttur að fullu. Verðjöfnunartímabili, sem upphaflega átti að ljúka 22. júlí 2021, lauk í dag. Samningur um viðskiptavakt við Arion banka öðlast því gildi frá og með 5. júlí 2021.

Í tengslum við hlutafjárútboð Íslandsbanka og töku hlutabréfa bankans til viðskipta á Aðalmarkaði Nasdaq Iceland þann 22. júní 2021 veitti Bankasýsla ríkisins umsjónaraðilum útboðsins kauprétt að 63.636.363 hlutum („valrétturinn“) til að mæta umframeftirspurn í útboðinu. Heimilt var að nýta valréttinn að hluta eða öllu leyti innan 30 daga frá þeim degi sem hlutabréf Íslandsbanka væru tekin til viðskipta á Aðalmarkaði Nasdaq Iceland. Valrétturinn hefur nú verið nýttur að fullu.

Engin verðjöfnun hefur átt sér stað frá því að útboðinu lauk. Kaupverð valréttarhlutanna er 79 krónur á hlut, sem er sama verð og útboðsverðið í hlutafjárútboðinu. Heildarsöluandvirði fyrir valréttarhlutina, sem rennur til Bankasýslu ríkisins, er því um fimm milljarðar króna. Uppgjöri vegna valréttarhlutanna er lokið. Verðjöfnunartímabili útboðsins er jafnframt lokið og engin frekari verðjöfnunarviðskipti verða framkvæmd.

Tengiliðir


Jóhann Ottó Wathne

Fjárfestatengsl


Hafa samband
844 4607

Björn Berg Gunnarsson

Samskiptasvið


Hafa samband
844 4869