Athugið

Þessi frétt er meira en sex mánaða gömul og tölfræði gæti hafa breyst

Útibú loka fyrr vegna veðurs

Vegna óveðurs sem búist er við í dag verður útibúum Íslandsbanka og Ergo lokað klukkan 14.00 og fyrr ef þörf krefur í útibúum á landsbyggðinni.


Þau tilmæli hafa komið fram að börn verði sótt snemma og fólk beðið um að vera ekki á ferli þegar veðrið skellur á.

Ráðgjafaver bankans verður einnig lokað frá 14.00 en við bendum á app og netbanka Íslandsbanka þar sem hægt er að framkvæma helstu aðgerðir.